Veiðireglur

Við Hítará, Grjótá og Tálma gilda almennar veiðireglur, sem flestum veiðimönnum eru kunnar. Auk þess gilda sérreglur fyrir ána sem hér fara á eftir. Almennt eru veiðimenn beðnir um að ganga um íslenska náttúru af virðingu, nota þau veiðitæki sem heimil eru og hirða eftir sig allt rusl. Veiðiverði Hítarár er heimilt að skoða veiðitæki og afla. Sími veiðivarðar er 698-5059.

Í Hítará er einungis leyft að veiða á flugu og nota til þess fluguveiðistangir. Kaststangir eru ekki leyfðar.

Veiðitími er frá 08-13 og 16-22. Eftir 13. ágúst breytist tíminn og er frá 08-13 og 15-21.

Umgengni við ána á að vera veiðimönnum til fyrirmyndar. Ekkert rusl skal vera á bakkanum er veiðimaður yfirgefur veiðistað.

Skylt er að skrá allan afla í veiðibók sem liggur frammi í veiðihúsinu.

Öllum stórlaxi sem veiðist í Hítará, Grjótá og Tálma er skylt að sleppa, miða skal við laxa sem eru 70 cm eða lengri.

Leyfilegt er að drepa 2 smálaxa á meðan veiðitíma stendur þannig að hver stöng fer heim með hámark 2 laxa að veiðitíma loknum.

Neyðist menn til að drepa stórlax vegna tálknblæðingar gengur hann til veiðihússins.

Sömuleiðis, verði menn að drepa lax umfram leyfilegan kvóta, gengur sá fiskur til veiðihússins.

Með veiðikveðju,
Veiðifélag Hítarár