Skilmálar vefsölu

Greiðslur:

Allar greiðslur í gegnum vefverslun okkar eru í gegnum örugga greiðslusíðu Borgun.is og geymum við ekki kortanúmer greiðanda.

Persónuvernd

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Seljandi áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingarnar til að hafa samband við kaupanda í framtíðinni varðandi framtíðar viðskipti. Kaupanda gefst kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf s.s. póstfang.

Úrlausn vafamála

Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu.. Sem síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla. Það skal gera í íslenskri lögsögu og í lögsagnarumdæmi seljanda.

Þjónusta og upplýsingar

Kaupanda er bent á að senda tölvupóst með öllum þeim upplýsingum er varða kaupin á hitara@hitara.is til að fá úrlausn á því sem hann vantar. Kaupandi getur einnig hringt í aðalsímanúmer okkar +354 698 5059 þar sem honum verður vísað á réttan stað.

Vöru og þjónustuskilmálar

Grettistak veiðiumsjón ehf. hefur umsjón með sölu á veiðileyfum í Hítará og tengdum ám. Handhafa veiðileyfis er heimil veiði á þeim dagsetningum sem veiðileyfið gildir og fylgja skal reglum um veiðina sem finna má á upplýsingasíðu um hverja á fyrir sig. Brjóti handhafi veiðileyfis reglur svæðisins áskilur Grettistak veiðiumsjón ehf. sér rétt til að afturkalla veiðileyfið án endurgreiðslu. Við pöntun á veiðileyfinu skal reiða fram staðfestingargjald uppá 20% og er það óafturkræft komi til afbókunar á síðari stigum. Full greiðsla skal berast Grettistaki veiðiumsjón ehf. eigi síðar en 1. mars árið sem veiðileyfið gildir. Hafi handhafi veiðileyfis ekki greitt fullnaðargreiðslu fyrir þann tíma áskilur Grettistak veiðiumsjón sér rétt til að afturkalla veiðileyfið án endurgreiðslu staðfestingargjaldsins og bjóða leyfin til sölu. Þegar full greiðsla hefur verið innt af hendi staðfestir Grettistak veiðiumsjón ehf. veiðileyfin við viðskiptavin í tölvupósti.

Afbókunarskilmálar

Staðfestingargjald sem innt er af hendi við bókun er óafturkræft. Komi til afbókunar fyrir 1. mars árið sem veiðileyfið endurgreiðast bara greiðslur umfram staðfestingargjaldið. Ef staðfestingargjaldið er eina greiðslan sem innt hefur verið af hendi verður engin endurgreiðslu. Full greiðsla þarf að hafa borist fyrir 1. mars árið sem veiðileyfið gildir. Komi til afbókunar eftir 1. mars er ekki endurgreitt neitt af greiddri fjárhæð. Óski handhafi veiðileyfis eftir því mun Grettistak veiðiumsjón ehf. bjóða fullgreidd veiðileyfi til sölu og ef þau seljast endurgreiða handhafa veiðileyfis.

Annað:

Grettistak veiðiumsjón ehf. tekur ekki ábyrgð á röngum verðum sem kunna að vera inná síðunni. Grettistak veiðiumsjón ehf. áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt.