Pöntun þín er móttekin.

Þú munt fá tölvupóst á næstu dögum með staðfestu veiðileyfi.

Vöru og þjónustuskilmálar

Grettistak veiðiumsjón ehf. hefur umsjón með sölu á veiðileyfum í Hítará og tengdum ám. Handhafa veiðileyfis er heimil veiði á þeim dagsetningum sem veiðileyfið gildir og fylgja skal reglum um veiðina sem finna má á upplýsingasíðu um hverja á fyrir sig. Brjóti handhafi veiðileyfis reglur svæðisins áskilur Grettistak veiðiumsjón ehf. sér rétt til að afturkalla veiðileyfið án endurgreiðslu. Við pöntun á veiðileyfinu skal reiða fram staðfestingargjald uppá 20% og er það óafturkræft komi til afbókunar á síðari stigum. Full greiðsla skal berast Grettistaki veiðiumsjón ehf. eigi síðar en 1. mars árið sem veiðileyfið gildir. Hafi handhafi veiðileyfis ekki greitt fullnaðargreiðslu fyrir þann tíma áskilur Grettistak veiðiumsjón sér rétt til að afturkalla veiðileyfið án endurgreiðslu staðfestingargjaldsins og bjóða leyfin til sölu. Þegar full greiðsla hefur verið innt af hendi staðfestir Grettistak veiðiumsjón ehf. veiðileyfin við viðskiptavin í tölvupósti.

Afbókunarskilmálar

Staðfestingargjald sem innt er af hendi við bókun er óafturkræft. Komi til afbókunar fyrir 1. mars árið sem veiðileyfið endurgreiðast bara greiðslur umfram staðfestingargjaldið. Ef staðfestingargjaldið er eina greiðslan sem innt hefur verið af hendi verður engin endurgreiðslu. Full greiðsla þarf að hafa borist fyrir 1. mars árið sem veiðileyfið gildir. Komi til afbókunar eftir 1. mars er ekki endurgreitt neitt af greiddri fjárhæð. Óski handhafi veiðileyfis eftir því mun Grettistak veiðiumsjón ehf. bjóða fullgreidd veiðileyfi til sölu og ef þau seljast endurgreiða handhafa veiðileyfis.