Hítará 0 – Ósasvæði

Grettistak veiðiumsjón kynnir nýtt veiðisvæði. Um er að ræða veiðar á sjóbirting og sjóbleikju með laxavon við ós Hítarár. Veitt er á tvær stangir 12 tíma á dag. Veiðimenn keyra veg sem liggur niður að Skiphyl, áfram í gegnum lokað hlið neðan Skiphyls og eftir vegi niður að ósnum. Veiðisvæði hefst eftir að komið er í gegnum lokaða hliðið. Veiðistaðir eru ýmist veiddir að austan- eða vestanverðu og vaðið yfir ána eftir þörfum. Veiðimenn eru beðnir að gæta sín í vatnavöxtum á flóði.

Malarvegur liggur frá Skiphyl að salernisaðstöðu. Jeppaslóði liggur  frá salernisaðstöðu með stærstum hluta veiðisvæðisins. Utanvegaakstur er með öllu óheimill. Bílum og ferðavögnum má leggja við salernisaðstöðu og þar er heimilt að tjalda. Veiðimenn sjá um sig sjálfir og eingöngu er leyft að veiða á flugu með flugustöngum. Við brottför er skylda að stoppa í móttöku við Hítaraá og skrá afla í veiðibók. Veiðimenn eru beðnir um að sýna af sér snyrtilega umgengni og taka allt rusl með sér af svæðinu við brottför. Þeir sem hafa áhuga á kaupa gistingu á svæðinu er bent á Hítarneskot (www.hitarneskot.com).

Flóðatafla. Bæta þarf við 29 mínútum til að fá nákvæman tíma við ós Hítarár.

Verð: 2 stangir á dag seldar saman á 10.000 kr. pr. stöng alls 20.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir Orri í síma 6985059 eða orri@hitara.is

UPPSELT