Þann 8. júní undirritaði Grettistak veiðiumsjón ehf. leigusamning við Veiðifélag Hítarár um veiðiréttindi Hítarár frá Ósi að Hítarvatni, Grjótá að veiðimörkum, Tálma og Hítarvatn.
Hefst nú nýr og spennandi kafli í sögu svæðisins þar sem leitast verður við að færa ána í átt að sjálfbærni og byggja upp glæsilegan húsakost með þægindi og upplifun veiðimanna að leiðarljósi.
Við hlökkum til að taka á móti gömlum og nýjum veiðimönnum við vatnasvæði Hítarár.
Virðingarfyllst,
Orri Dór
Eigandi og stofnandi Grettistaks