Nýr leigutaki að Hítará, Grjótá og Tálma

Þann 8. júní undirritaði Grettistak veiðiumsjón ehf. leigusamning við Veiðifélag Hítarár um veiðiréttindi Hítarár frá Ósi að Hítarvatni, Grjótá að veiðimörkum, Tálma og Hítarvatn.

Hefst nú nýr og spennandi kafli í sögu svæðisins þar sem leitast verður við að færa ána í átt að sjálfbærni og byggja upp glæsilegan húsakost með þægindi og upplifun veiðimanna að leiðarljósi.

Við hlökkum til að taka á móti gömlum og nýjum veiðimönnum við vatnasvæði Hítarár.

Virðingarfyllst,

Orri Dór
Eigandi og stofnandi Grettistaks