Flutningur Hítarár í gamla farveginn

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var tekun sú ákvörðun á fundi Veiðifélags Hítarár í byrjun desember að leita leiða til að koma Hítará til baka í sinn gamla farveg. Grettistak, leigutaki Hítarár, á í mjög farsælu og góðu samstarfi við Veiðifélagið og styður það til góðra verka með framtíð Hítarár í huga.

Flutningur á Hítará til baka í gamla farveginn er stór framkvæmd og ólíklegt má telja að þetta náist fyrir veiðisumarið 2019. Fulltrúar Veiðifélags Hítarár og Grettistaks hafa í sameiningu ákveðið að tryggja að Hítará verði fiskgeng frá ósi upp að Hítarvatni fyrir vor 2019 og því allar líkur að það verði í nýja farveginum meðan frekari framkvæmdir eru skipulagðar ef þær nást ekki í tæka tíð.

Hítará verður því að öllum líkindum veidd í núverandi farvegi næsta sumar í þeirri mynd sem fram hefur komið á vef Grettistaks og að veiðimörk verði þar sem Grjótá hitir Tálma/Hítará við Úrhyl. Grjótá mun veiða öll efri svæði Hítarár til frambúðar óháð því hvar farvegurinn liggur og er því orðinn spennandi valkostur fyrir veiðimeinn í leit að hagstærði laxveiði.